Fara á efnissvæði
IS EN PL
IMG 20230920 203939 134
Fréttir | 22.09.2023

Mosó á sunnudag: Lokaorrustan

Á sunnudag verður allt lagt í sölurnar til að tryggja Breiðholtinu sæti í úrslitaleik um sæti í Bestu deild að viku liðinni þegar við mætum í Mosfellsbæ að snúa taflinu við eftir 1-2 tap á heimavelli í vikunni.
Við biðlum að sjálfsögðu til alls Leiknisfólks að fjölmenna á völlinn og styðja liðið af sömu áfergja og fyrr í vikunni. Rúta fer frá Álfinum Hólagarði uppúr 13:00 á sunnudag en barinn er opinn frá 11:00 og útlit er fyrir mikla stemningu á heimavelli stuðningsmanna.

Það væri ekki leiðinlegt að plotta úrslitaleik á þjóðarleikvanginum að viku liðinni en fyrst þurfa strákarnir að mæta sterku liði Aftureldingar og ná að brjóta niður skipulagðan varnarleik þeirra betur en tókst á miðvikudag. Það mun taka gífurlega orku og því ríður á að við mætum á svæðið öll sem eitt og styðjum strákana okkar af fullum krafti í verkefninu. Þeir eru ekki einir í þessu, svo mikið er víst. 

Við viljum að sjálfsögðu stoltið upp á meðal þeirra bestu aftur enda hafa margir uppaldir Leiknismenn tekið stóra vaxtarkippi í liðinu í sumar og munu þeir vilja máta sig við besta lið landsins að ári. Eins og áður segir verður hitað upp frá 11:00 á Álfinum Hólagarði og rúta fer þaðan uppúr 13:00 og til baka 16:00. 

Nú setjum við kraft í stuðninginn, hökuna og stoltið með! 

Sjáumst á sunnudaginn!

 

#StoltiðUpp