Nemmi gerir nýjan samning
Nemanja Pjevic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Leikni og verður aðstoðarmaður Brynjars Bjarnar Gunnarssonar, nýs þjálfara Leiknis.
Nemma þarf ekki að kynna fyrir Leiknisfólki en þessi öflugi þjálfari er uppalinn hjá félaginu og hefur verið aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki síðan 2024.
Leiknir fagnar því að halda Nemma innan sinna raða.