Fara á efnissvæði
IS EN PL
Inshot 20230508 211649470
Fréttir | 07.05.2023

Netgíró styrkir Leikni

Netgíró greiðslumiðlun hefur gert samning við Íþróttafélagið Leikni um að styðja við uppbyggingarstarf félagsins, sér í lagi með styrk til að ráða metnaðarfulla og hæfa þjálfara til starfa hjá félaginu í yngri aldursflokkum.

Það var Helgi Björn Kristinsson forstöðumaður Netgíró hjá Kviku sem undirritaði samninginn ásamt Geir Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Leiknis. ,,Það er okkur sönn ánægja að styðja gott starf Leiknis í Breiðholtinu. Íþróttir sameina íbúana í starfi og leik og gera samfélagið betra. Í því starfi eru þjálfarar mikilvægir leiðtogar”, sagði Helgi Björn við undirritun samningsins.

Netgíró og Leiknir setja Stoltið í Breiðholtið!

#StoltBreiðholts