Fara á efnissvæði
IS EN PL
Leikn Fjoln
Fréttir | 01.03.2021

Ósigur í sjö marka leik gegn Fjölni

Leiknir 3 - 4 Fjölnir
1-0 Sævar Atli Magnússon, víti ('26)
1-1 Andri Freyr Jónasson ('38)
2-1 Sævar Atli Magnússon ('52)
3-1 Emil Berger ('76)
3-2 Arnór Breki Ásþórsson, víti ('80)
3-3 Guðmundur Karl Guðmundsson ('85)
3-4 Hilmir Rafn Mikaelsson ('88)
Rautt Spjald: Daði Bærings Halldórsson ('79, Leiknir)

Fjölnir vann endurkomusigur gegn okkar mönnum í Lengjubikarnum í gær. Leikið var í Egilshöll sem skipt var upp í tvö 50 manna hólf sem fylltust fljótt og færri komust að en vildu.

Leiknir komst í 3-1 í leiknum en vendipunktur leiksins kom þegar dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á Daða og gaf honum sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ákvörðun sem okkar menn voru vægast sagt ósáttir með.

Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og unnu á endanum 4-3 sigur. Sævar Atli skoraði tvö af mörkum Leiknis, bæði af vítapunktinum. Þá skoraði Emil Berger skoraði sitt fyrsta mark fyrir Leikni.

Hér má sjá skýrslu leiksins af ksi.is

Næsti leikur verður gegn Fylki á laugardaginn, sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.