Róbert Quental Árnason framlengir til 2025
Róbert Quental Árnason kvittaði undir þriggja ára samning við félagið fyrir helgi. Kappinn hefur komið skemmtilega á óvart í upphafi tímabilsins og verið andstæðingum Leiknis erfiður viðureignar helst á hægri kantinum.
Róbert er 18 ára og hefur meðal annars verið á láni hjá ítalska félaginu Torino auk þess sem hann hefur verið viðloðandi U-18 ára landslið Íslands. Drengurinn er að blómstra í röndum Leiknis á þessu tímabili og var því mikilvægt að fá hann til að festa ráð sitt áfram við félagið.
Í ofanálag þreytumst við seint á því að við "bara fengum hann" frá ÍR fyrir nokkrum árum þegar hann vildi óþreyjufullur fá að spila aðeins uppfyrir sig. Hjá Leikni styðjumst við við Ferguson fræðin og segum "ef þú ert nógu góður, ertu nógu gamall".
Til hamingju með þetta Róbert og Leiknisfólk nær og fjær. Þessi efnilegi leikmaður mun vera í fararbroddi er liðið byrjar nú að klifra í átt að eftri hluta Lengjudeildarinnar.
#StoltBreiðholts