Fara á efnissvæði
IS EN PL
547017808 1282605547000060 1405677346158383779 N
Fréttir | 11.09.2025

Síðasti leikur tímabilsins og lokahóf 2025

Leiknir mætir Fjölni í síðasta leik tímabilsins. Örlög Leiknis eru í eigin höndum þar sem sigur tryggir áframhaldandi veru liðsins í Lengjudeildinni. Leikurinn fer fram í Egilshöll laugardaginn 13. september og hefst klukkan 14:00. Miðasalan er hérna á Stubbi. Um kvöldið verður lokahóf Leiknis haldið í Leiknisheimilinu. Það opnar klukkan 20:00 og við minnum á kosningu um leikmann ársins að mati stuðningsmanna sem er hér:

Stuðningsmannakosning

Tveir leikmenn Leiknis hafa spilað alla leiki liðsins í sumar. Það er annars vegar markahæsti leikmaður liðsins, Dagur Ingi Hammer Gunnarsson. Hann er á sínu fyrsta tímabili hjá Leikni og hefur skorað 7 mörk í 21 leik. Hins vegar er það markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson. Óli er líka á sínu fyrsta tímabili með Leikni en hann kom til liðsins frá Fram síðastliðið vor. Hann hefur staðið sig feykilega vel í sumar og varið markið vel.

Á eftir þessum tveimur Leiknisnýliðum koma fyrirliðinn Daði Bærings Halldórsson, Axel Freyr Harðarson og Kári Steinn Hlífarsson sem allir hafa spilað 20 leiki.

Eftir 21 umferð er Leiknir í 10. sætinu með 20 stig og markatöluna 22:39 (-17). Fyrir neðan okkur er Selfoss með 19 stig og markatöluna 24:40 (-16). Næsta lið fyrir ofan okkur er Fylkir með 20 stig líkt og Leiknir og markatöluna 32:31 (+1). Þar fyrir ofan koma Grindvíkingar mðe 21 stig og markatöluna 38:48 (-20). Andstæðingurinn í þessum leik, Fjölnismenn, eru á botni deildarinnar með 15 stig og ljóst er að þeir eru þegar fallnir.

Eins og áður sagði eru örlög Leiknis í eigin höndum. Sigur tryggir sætið í Lengjudeildinni á næsta ári. Ef liðið gerir jafntefli eða tapar gegn Fjölni þá þarf að treysta á úrslit úr öðrum leik eða leikjum.

 

Hjálpumst nú að við að loka þessu tímabili vel og fjölmennum í Egilshöllina til að styðja strákana.

Áfram Leiknir!