Fara á efnissvæði
IS EN PL
Leiknishusið
Fréttir | 27.12.2024

Sigþór Júlíusson nýr framkvæmdastjóri Leiknis

Leiknir í Breiðholti hefur ráðið Sigþór Júlíusson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Sigþór tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem hefur verið ráðinn til starfa hjá KR.

Sigþór er 49 ára og er þekkt nafn í íslenska fótboltanum. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR á árunum 1999-2003 auk þess að spila fyrir KA, Val og uppeldisfélag sitt Völsung. Hann lék tvo A-landsleiki.

Hann er með menntun frá Bandaríkjunum og Lúxemborg og hefur starfað í viðskiptalífinu, hér á Íslandi og einnig í Lúxemborg og Danmörku.

Leiknir fagnar því að fá Sigþór Júlíusson til starfa um leið og félagið þakkar Geir Þorsteinssyni fyrir afskaplega vel unnin störf og óskar honum góðs gengis í komandi verkefnum.