Fara á efnissvæði
IS EN PL
Fréttir | 31.08.2024

Sigur í haustlægðinni

Leiknir 2:1 Dalvík/Reynir

Domusnovavöllurinn í Efra-Breiðholti, laugardaginn 31. ágúst 2024.

20. umferð Lengjudeildarinnar. Dómari: Elías Ingi Árnason.

Mörk Leiknis:

45'+2 - Sindri Björnsson

83' - Kári Steinn Hlífarsson

 

Veðrið hefur oft verið betra í Breiðholtinu en það var sól í hjarta Leiknisfólks þegar Leiknir vann annan heimaleikinn í röð og tryggði endanlega sæti sitt í Lengjudeildinni á næsta ári. Liðið er að enda þetta mót vel, taplaust í síðustu 5 leikjum, skorað í þeim 11 mörk og náð í 9 stig.

Dalvík/Reynir er fallið eftir þennan leik. Við þökkum þeim kærlega fyrir sumarið og óskum þeim góðs gengis í 2. deildinni að ári. Þeir hafa sýnt mikla og góða baráttu í sumar þótt úrslitin hafi ekki fallið með þeim. Það sama var upp á teningnum í þessum leik, gestirnir komust yfir á 25. mínútu með marki frá Áka Sölvasyni. Okkar menn gerðu harða atlögu að marki Dalvíkur/Reynis og náðu að jafna rétt fyrir hálfleik þegar Sindri Björnsson skoraði.

Í seinni hálfleik héldu Leiknismenn áfram að spila vel miðað við veðurfar og uppskáru sigurmark á 83. mínútu þegar Kári Steinn Hlífarsson, nokkuð nýkominn til Leiknis og þarna nýkominn inn á völlinn, skoraði gott mark. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Leikni en vonandi ekki það síðasta.

Eftir leikinn er Leiknir áfram í 9. sætinu en komið nær liðunum í 7. og 8. sæti. Næsti leikur er einmitt gegn liðinu sem nú vermir 7. sætið, gegn Þrótti í Laugardalnum næsta sunnudag.

Lokaleikurinn er svo heimaleikur gegn ÍBV laugardaginn 14. september þar sem við munum fagna tímabilinu með okkar mönnum.

 

Áfram Leiknir!

 

Umfjöllun um leikinn á Fótbolta.net

Viðtal við Ólaf Hrannar

 

Byrjunarlið Leiknis gegn Dalvík/Reyni:

1 - Viktor Freyr Sigurðsson

5 - Daði Bærings Halldórsson (fyrirliði)

6 - Andi Hoti

7 - Róbert Quental Árnason

8 - Sindri Björnsson

9 - Róbert Hauksson

10 - Shkelzen Veseli

16 - Arnór Daði Aðalsteinsson

23 - Arnór Ingi Kristinsson

25 - Dusan Brkovic

67 - Omar Sowe

 

Varamenn:

30 - Egill Helgi Guðjónsson (inn á 73' fyrir Arnór Daða)

43 - Kári Steinn Hlífarsson (inn á 76' fyrir Daða Bærings)

14 - Davíð Júlían Jónsson (inn á 90'+2 fyrir Róbert Hauks)