Fara á efnissvæði
IS EN PL
284448468 5203524059694206 4593591337538508039 N Copy
Fréttir | 06.06.2022

Sjálfboðaliðar

Eins og öll önnur íþróttafélög er Leiknir eingöngu starfhæft vegna mikillar vinnu fjölmargra ósérhlífinna sjálfboðaliða. Leiknir er ekki stofnun né hluti af samfélagsþjónustu Reykjavíkurborgar heldur eru það sjálfboðaliðarnir og starfsfólkið í húsi sem halda úti starfinu og án þeirra væri félagið ekki starfrækt.

Afhverju að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi Leiknis?

  • Fyrir ungu kynslóðina

Leiknir er til fyrir tilstilli foreldra sem stofnuðu félagið á sínum tíma og starfa saman að því markmiði að stuðla að heilbrigðu líferni og félagsþroska barna og unglinga í Breiðholti.

  • Innsýn í starfið

Að taka þátt í barna og unglingastarfi félagsins, eða meistaraflokksstarfinu eða öðru, gefur manni innsýn í starfið. Æfingar og keppni hjá yngri flokkunum eru einnig góður vettvangur til skrafs og ráðagerða og ófáar góðar hugmyndirnar sem hafa vaknað eftir gott hliðarlínuspjall foreldra á leikjum!

  • Tengslanetið stækkar

Það er ótrúlegt hvað gott sjálfboðaliða og foreldrastarf getur fært manni góða vini og kunningja fyrir utan hvað allir hagnast á því að tengjast og þannig eflist líka nærumhverfið og hverfið.  

  • Gefa af sér

Foreldrar eru alltaf velkomnir til að leggja hönd á plóg og stundum er hægt að aðstoða bara smá og stundum alveg fullt og það er allt í lagi! Þetta snýst um það að margar hendur vinna léttara og skemmtilegra verk.

  • Skemmtilegt!

Það er alltaf mikil semming sem skapast þegar margir koma saman til að láta gott af sér leiða.

  • Öflugra félag

Leiknir er mikið grasrótarfélag með hjartað á réttum stað en það verður aldrei stærra en fólkið á bakvið það og því mikilvægt að taka þátt í því að efla það.

Þetta skiptir okkur öll máli – að bæta félagið og umgjörðina -sem börnin okkar njóta svo góðs af!

Ef þú vilt bjóða fram þína aðstoð í eitthvað af eftirtöldum verkefnum (sjá hlekk) endilega skráðu þig hér:

https://forms.office.com/r/HLKJbuTiLa