Fara á efnissvæði
IS EN PL
1 20230817 225208 0000 (1)
Fréttir | 18.08.2023

Sögustund og leikur á sunnudag

Fyrir leik Leiknis og Vestra í Lengjudeildinni á sunnudag mun Garðar Ásgeirsson, hr. Leiknir, halda smá tölu um tímabilin 2004 og 2005 í meistaraflokki karla. Það var frábær mæting í vor þegar Davíð Snorri steig á stokk með svipaðan fyrirlestur og má búast við enn meiri stemningu núna á góðum sunnudegi eftir Menningarnótt.

Garðar eða Gæi eins og flestir þekkja hann, er eins mikill Leiknismaður og hægt er að finna. Hann hefur sinnt öllum störfum innan félagsins og er enn ein stærst driffjöður mannauðs félagsins sem stjórnarmaður og skipuleggjandi leikdaga. Hann var þjálfari meistaraflokks á þessum árum sem voru í raun upphafið að því að félagið festi sig í sessi í næstuefstu deild eftir að hafa búið að mestu í neðri deildum Íslandsmótsins. Það verður því fróðlegt að kafa djúpt einhver 19 ár aftur í tímann með manninum sem er öllum hnútum kunnugur. 

Gæi hefst handa klukkan 12:30 og grillið verður á fullu þá ásamt köldum bjór eða gosi. Við vonumst til að sjá sem allra flesta í góðum gír og svo eru það Davíð Smári, Mikkel Jakobsen og co. klukkan 14:00. 

Þess má líka geta að hinar glæsilegu afmælistreyjur Leiknis verða afhendar á leiknum þeim sem voru búnir að panta þær. 

Sjáumst í Breiðholtinu á sunnudag. 

 

#StoltBreiðholts