Fara á efnissvæði
IS EN PL
Ka Leiknir
Fréttir | 14.05.2021

Tap fyrir norðan

KA 3 - 0 Leiknir

Fyrsta tap Leiknis í Pepsi Max-deildinni í sumar kom gegn KA á miðvikudaginn en leikurinn fór fram á Dalvík. Dalvíkingar eru höfðingjar heim að sækja. KA var sterkara liðið í leiknum og skoraði tvö af mörkum sínum af vítapunktinum.

Undir lokin fékk okkar maður Octavio Paez að líta rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu sem hann hefur beðist afsökunar á gegnum Twitter.

Siggi Höskulds gerði eina breytingu á byrjunarliðinu frá síðasta leik en Brynjar Hlöðversson var frá vegna meiðsla. Vonast er til að hann verði klár í næsta leik, heimaleikinn gegn Fylki á sunnudaginn.

Þess má svo geta að Davíð Júlían Jónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Leikni í efstu deild gegn KA, líkt og Octavio. Þeir komu báðir inn af bekknum á 71. mínútu.

Byrjunarlið Leiknis: Guy (m); Arnór, Dagur Bjarki, Gyrðir; Árni, Daði, Emil; Danni, Máni, Sævar (f). (Komu af bekknum: Sólon, Ernir, Davíð Júlían, Octavio, Ágúst Leó)

Sjáðu skýrsluna af .Net

Viðtal við Sigga Höskulds eftir leik

Myndaveisla frá leiknum