Tap gegn Grindavík
Leiknir 2:3 Grindavík
Domusnovavöllurinn í Breiðholti, laugardaginn 15. júní 2024.
7. umferð í Lengjudeildinni. Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason.
Mörk Leiknis:
25' - Shkelzen Veseli
88' - Róbert Quental Árnason
Fyrir leikinn gegn Grindavík tilkynnti Leiknir á samfélagsmiðlum að Ólafur Hrannar Kristjánsson hefði verið ráðinn inn í þjálfarateymi Leiknis. Þar kemur mikil reynsla og stórt Leiknishjarta inn í hópinn. Hann var Garðari Gunnari Ásgeirssyni til halds og trausts í þessum leik en Garðar stýrir liðinu tímabundið á meðan leit að næsta þjálfara stendur yfir.
Einar Karl Ingvarsson kom Grindavík yfir á 5. mínútu en Shkelzen Veseli jafnaði í 1:1 á 22. mínútu og það var jafnt í hálfleik. Dennis Nieblas Moreno kom gestunum yfir á 59. mínútu. Á 84. mínútu jók Dagur Ingi Hammer Gunnarsson forystu gestanna í 1:3. Róbert Quental Árnason náði að minnka muninn á 88. mínútu en þrátt fyrir þunga sókn Leiknis í lokin þá datt jöfnunarmarkið ekki inn í þetta skiptið.
Leiknir er áfram í 12. sæti deildarinnar og á næst útileik gegn Þór á Akureyri.
Leikurinn í heild á YouTube-síðu Lengjudeildarinnar
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn
Byrjunarlið Leiknis gegn Grindavík:
1 - Viktor Freyr Sigurðsson
4 - Patryk Hryniewicki
5 - Daði Bærings Halldórsson (fyrirliði)
6 - Andi Hoti
7 - Róbert Quental Árnason
8 - Sindri Björnsson
10 - Shkelzen Veseli
19 - Jón Hrafn Barkarson
20 - Hjalti Sigurðsson
23 - Arnór Ingi Kristinsson
44 - Aron Einarsson
Varamenn:
92 - Sigurður Gunnar Jónsson (inn á 37' fyrir Hjalta)
22 - Þorsteinn Emil Jónsson (inn á 71' fyrir Aron)
67 - Omar Sowe (inn á 71' fyrir Shkelzen)
80 - Karan Gurung (inn á 71' fyrir Jón Hrafn)
88 - Stefan Bilic (inn á 83' fyrir Sindra)