Fara á efnissvæði
IS EN PL
Danni
Fréttir | 01.06.2021

Tap gegn HK

HK 2 - 1 Leiknir
1-0 Jón Arnar Barðdal ('32 )
2-0 Birnir Snær Ingason ('38 )
2-1 Sævar Atli Magnússon ('69 )

Leiknir tapaði í Kórnum á sunnudagskvöld þrátt fyrir heilt yfir mjög flotta frammistöðu. Boðið var upp á skemmtilegan leik þar sem var mikil stemning í stúkunni hjá öflugum stuðningsmönnum beggja liða.

Guy Smit varði vítaspyrnu í leiknum og í lokin komust okkar menn nálægt því að jafna en ekki tókst það og HK vann sinn fyrsta sigur.

Nú er gert smá hlé á keppni í deildinni, næsti leikur er heimaleikur gegn KR þann 14. júní.

Skýrsla leiksins af Fótbolta.net

Viðtal við Sigga Höskulds eftir leik

Staðan í Pepsi Max-deildinn af heimasíðu KSÍ