Fara á efnissvæði
IS EN PL
Leiknirvsibvuti2024
Fréttir | 06.07.2024

Tap í Eyjum

ÍBV 1:0 Leiknir

Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum, laugardaginn 6. júlí 2024.

11. umferð í Lengjudeildinni. Dómari: Jóhann Ingi Jónsson.

 

Þrátt fyrir sprækan leik Leiknismanna og nokkur fín tækifæri til að skora varð niðurstaðan fyrsta tapið í þrjár vikur gegn öflugu ÍBV liði sem komst með þessum sigri upp í 3. sæti Lengjudeildarinnar á meðan Leiknir er í 10. sæti. Vincente Valor skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu eftir fallegan samleik við Oliver Heiðarsson. Shkelzen Veseli var einn þeirra sem átti góða tilraun í þessum leik og setti boltann meðal annars í samskeytin á marki ÍBV liðsins en hvorugt lið náði að nýta góð færi leiksins í að skora fleiri mörk. Auðvitað er aldrei gaman að tapa í fótbolta en frammistaðan var samt heilt yfir fín og margt sem hægt er að byggja ofan á líkt og í þriggja sigra leikjatörninni sem kom á undan.

Næsti leikur er annar strembinn leikur gegn toppliði Fjölnis sem kemur í heimsókn í Breiðholtið á fimmtudagskvöldið.

 

Leikurinn í heild sinni á YouTube-rás Lengjudeildarinnar

Umfjöllun um leikinn á Fótbolta.net

Myndasyrpa úr leiknum frá Hauki Gunnarssyni

 

Byrjunarlið Leiknis gegn ÍBV:

1 - Viktor Freyr Sigurðsson

5 - Daði Bærings Halldórsson (fyrirliði)

6 - Andi Hoti

7 - Róbert Quental Árnason

8 - Sindri Björnsson

10 - Shkelzen Veseli

19 - Jón Hrafn Barkarson

20 - Hjalti Sigurðsson

23 - Arnór Ingi Kristinsson

44 - Aron Einarsson

67 - Omar Sowe

 

Varamenn:

18 - Marko Zivcovic (inn á 67' fyrir Jón Hrafn)

22 - Þorsteinn Emil Jónsson (inn á 81' fyrir Shkelzen)

80 - Karan Gurung (inn á 81' fyrir Aron)

 

 

Mynd: Haukur Gunnarsson fyrir Fótbolta.net