Tap í fjörugum markaleik
Grótta 4:3 Leiknir
Vivaldivöllurinn, laugardagurinn 25. maí 2024.
4. umferð í Lengjudeildinni. Dómari: Pétur Guðmundsson.
Mörk Leiknis:
8' - Arnar Daníel Aðalsteinsson (sjálfsm.)
25' - Róbert Hauksson
88' - Omar Sowe
Grótta vann Leikni í miklum markaleik í rokinu á Seltjarnarnesi í 4. umferð Lengjudeildarinnar. Leikurinn byrjaði fjörlega, Patrik Orri Pétursson kom heimamönnum yfir strax á 5. mínútu leiks en á 8. mínútu var leikurinn aftur orðinn jafn eftir sjálfsmark frá Arnari Daníel Aðalsteinssyni. Upphaflega var markið skráð á Hjalta Sigurðsson sem átti stærsta Leiknisþáttinn í þessu marki.
Róbert Hauksson kom Leikni yfir á 25. mínútu og var staðan 2:1 í hálfleik. Hollendingurinn spræki Damian Timan jafnaði metin á 53. mínútu. og Arnar Daníel bætti fyrir sjálfsmarkið með því að koma Gróttu yfir á 71. mínútu. Omar Sowe jafnaði metin í 3:3 rétt fyrir leikslok úr vítaspyrnu. En Grótta náði að skora sigurmark í uppbótartíma og landaði þremur stigum. Aftur var það Arnar Daníel Aðalsteinsson sem skoraði.
Næsti leikur Leiknis verður á heimavelli á föstudagskvöld þegar við fáum Aftureldingu úr Mosfellsbæ í heimsókn. Síðast þegar þessi lið mættust á Leiknisvelli þá var troðfull stúka að hvetja bæði lið áfram í umspilinu. Vonandi verður álíka góð stemning á vellinum næsta föstudag.
Leikurinn á YouTube-síðu Lengjudeildarinnar.
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn.
Byrjunarlið Leiknis í leiknum:
1 - Viktor Freyr Sigurðsson
3 - Ósvald Jarl Traustason
4 - Patryk Hryniewicki
5 - Daði Bærings Halldórsson
7 - Róbert Quental Árnason
8 - Sindri Björnsson
9 - Róbert Hauksson
20 - Hjalti Sigurðsson
23 - Arnór Ingi Kristinsson
67 - Omar Sowe
92 - Sigurður Gunnar Jónsson
Varamenn:
44 - Aron Einarsson (inn á 18' fyrir Hjalta Sigurðsson)
14 - Davíð Júlían Jónsson (inn á 70' fyrir Róbert Quental Árnason)
10 - Shkelzen Veseli (inn á 70' fyrir Sindra Björnsson)