Tap í Keflavík
Keflavík 5:0 Leiknir
HS Orku völlurinn í Keflavík, miðvikudaginn 5. júní 2024.
6. umferð í Lengjudeildinni. Dómari: Arnar Þór Stefánsson.
Við byrjum á að minna á EM-leik Leiknis sem er kominn í loftið. Skilafrestur til að taka þátt er þriðjudagurinn 11. júní, klukkan 20:00. Frekari upplýsingar um þátttöku má finna hérna.
Leiknir átti erfiðan fyrri hálfleik gegn Keflavík á útivelli. Heimamenn skoruðu 2 mörk á rúmlega 5 mínútum og leiddu 5:0 í hálfleik. Leiknismenn voru sprækari eftir því sem leið á leikinn og reyndu ítrekað á markvörð Keflavíkur en náðu þó ekki að skora. Leiknir er áfram með 3 stig eftir 6 leiki og spilar næst á heimavelli gegn Grindavík laugardaginn 15. júní.
Leikurinn í heild sinni á YouTube-síðu Lengjudeildarinnar.
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn.
Viðtal við Vigfús þjálfara eftir leik.
Byrjunarlið Leiknis í leiknum:
1 - Viktor Freyr Sigurðsson
3 - Ósvald Jarl Traustason
4 - Patryk Hryniewicki
5 - Daði Bærings Halldórsson (fyrirliði)
6 - Andi Hoti
7 - Róbert Quental Árnason
8 - Sindri Björnsson
9 - Róbert Hauksson
10 - Shkelzen Veseli
23 - Arnór Ingi Kristinsson
67 - Omar Sowe
Varamenn:
19 - Jón Hrafn Barkarson (inn á 43' fyrir Róbert Hauksson)
44 - Aron Einarsson (inn á 46' fyrir Sindra Björnsson)
22 - Þorsteinn Emil Jónsson (inn á 46' fyrir Róbert Quental Árnason)
92 - Sigurður Gunnar Jónsson (inn á 70' fyrir Ósvald Jarl Traustason)
44 - Gísli Alexander Ágústsson (inn á 81' fyrir Patryk Hryniewicki)