Fara á efnissvæði
IS EN PL
Newplayas
Fréttir | 16.02.2023

Tveir nýir á láni

Risatíðindi berast úr Breiðholtinu þetta fimmtudagskvöldið því einn dáðasti sonur félagsins er kominn heim, í bili allavega. Danni Finns er kominn aftur til Leiknis á láni út tímabilið frá Stjörnunni. Með honum slæst í hópinn U-19 landsliðsmaðurinn Ólafur Flóki Stephensen sem kemur að láni frá Völsurum.

Danna Finns þarf vart að kynna fyrir Leiknismönnum og þau tár sem runnu niður kinnar þegar við misstum hann til Garðbæinga í fyrra. Kappinn er kominn aftur til að keyra sóknarleikinn í gang með okkur í Lengjudeildinni og bjóðum við hann að sjálfsögðu hjartanlega og innilega velkominn aftur í Holtið okkar góða. 

Ólafur Flóki er vinstri bakvörður sem hefur verið að æfa með úrtakshóp U-19 ára landsliðsins og mun sömuleiðis berjast með Stolti Breiðholts út tímabilið. Bróðir hans, Kristófer Konráðsson, var á láni hjá okkur síðasta sumar og hefur hann væntanlega borið okkur góða söguna. Við bjóðum Ólaf Flóka velkominn í hópinn og óskum honum góðs gengis. 

Þess má geta að þessir drengir verða báðir í hóp annað kvöld klukkan 19:00 þegar við spilu loksins okkar fyrsta leik í Lengjubikarnum þetta árið á Jáverk vellinum á Selfossi. 

#StoltBreiðholts