Vettvangsferð í KSÍ
KSÍ bauð yngstu flokkunum okkar í heimsókn í höfuðstöðvar sínar fimmtudaginn 11. nóvember sl. og fór hópur 29 krakka úr 7. og 6. flokki ásamt þjálfurum og nokkrum foreldrum.
Farið var með strætó frá Leiknishúsi í Laugardalinn. Þar tók á móti okkur Arnar Bill, fræðslustjóri KSÍ sem leiddi hópinn um svæðið. Það var stemmning að fá að sitja inni í búningsklefa leikmanna og fá að ganga inn á völlinn um sama útgang og leikmennirnir!
Þau fengu einnig að setjast inn í fjölmiðlaherbergið og spyrja spurninga og fara upp í heiðursstúkuna þar sem boðið var upp á hressingu.
Ferðin með hópinn gekk ljómandi vel, iðkendur stóðu svo sannarlega undir merkjum sem „stolt Breiðholts“!
Við vekjum athygli á æfingatímum flokkanna sem sjá má hér á þessari slóð:
https://www.leiknir.com/fotbolti-blak/aefingatoflur/