Fara á efnissvæði
IS EN PL
Fréttir | 19.03.2021

Viðtöl - Fyrsti dagur Octavio hjá Leikni

Octavio Páez var kynntur sem leikmaður Leiknis í gær, fimmtudag. Hann var þá laus úr sóttkví og klæddi sig í fyrsta sinn í Leiknistreyjuna. Snorri Valsson spjallaði við hann.

Einnig var rætt við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Leiknis, um þessa nýju viðbót. Í meðfylgjandi myndskeiði má einnig sjá frá því þegar Octavio fór í fyrsta sinn í nýja klefann.

Það var frídagur hjá meistaraflokki en Octavio æfði í staðinn með U19 liði (2. flokki) Leiknis. Hægt er að sjá nokkrar myndir frá æfingunni á heimasvæði Leiknis á Facebook.

Að lokum má svo benda á að Siggi Höskulds spjallaði við Fótbolta.net í vikunni, eins og sjá má í tenglunum hér að neðan:

Siggi Höskulds: Leikmenn eiga hrós skilið fyrir hugarfarið

Aðeins Covid-19 getur komið í veg fyrir að Sævar spili með Leikni