Fara á efnissvæði
IS EN PL
58 2 (1)
Fréttir | 07.07.2022

Vigfús Jósefsson í Heiðurshofið

Vigfús Arnar Jósefsson var á mánudag tekinn inn í Hofið, heiðurshöll Leiknis. Fúsi er uppalinn miðjumaður sem spilaði 164 leiki í deild og bikar fyrir meistaraflokk.

Kappinn reyndi fyrir sér hjá minni spámönnum eins og KR og Fjölni í efstu deild áður en hann tók þátt í ævintýrinu að koma Leikni með glæsibrag upp í efstu deild með því að vinna 1. deildina 2014. Svo hætti hann bara fótboltaiðkunn og sagði bless. 

Sumarið 2018 var hann svo aðstoðarþjálfari Kristófers í meistaraflokki og tók við liðinu í vondum málum sem aðalþjálfari eftir aðeins 3 deildarleiki. Aftur sigldi hann skútu Leiknis í örugg höfn og hætti svo þjálfun og sagði bless. Hefur ekki sést með flautu í munni eða skeiðklukku um hálsinn síðan. 

Vigfús ræðir þessi mál og margt fleira í nýjasta hlaðvarpi okkar Leiknismanna, Leiknisljónavarpinu. Það kom reyndar út á meðan strákarnir okkar voru að sigla stigunum 3 í höfn á mánudag. Við mælum eindregið með að fólk leggi við hlustir og kynnist okkar manni betur. 

Þátturinn er kominn á allar helstu veitur og auðvitað hér.

Til hamingju með heiðurinn Vigfús! Það er okkar heiður að hafa þig í röðum okkar allra bestu Leiknismanna. 

#StoltBreiðholts
#HOF