Fara á efnissvæði
IS EN PL
315520633 457699023086693 2895053943021565162 N (1)
Fréttir | 17.11.2022

Vigfús tekur við Meistaraflokki

Leiknir er búið að finna arftaka Sigga Höskulds til að leiða meistaraflokkinn inn í 50 ára afmælisárið og framyfir það. Það þarf vart að kynna manninn en hann kom aftur í Holtið um mitt sumar og er nú tekinn við sem aðalþjálfari. Vigfús Arnar Jósefsson, dömur og herrar.

Vigfús fór inn í Heiðurshöll félagsins í sumar sem leikmaður og hann átti stóran þátt í því að halda liðinu uppi í 1. deild árið 2018 þegar hann tók við stjórnartaumunum af Kristófer það árið. Nú er þessi uppaldi Leiknismaður klár í slaginn sem aðalþjálfari meistaraflokks og við erum spennt fyrir því að sjá hvernig hann mun leiða hópinn inn í nýja tíma. Vigfús skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag. 

Ljónavarpspjall við Vigfús frá því í sumar 

Á sama tíma skrifaði Halldór Geir Heiðarsson undir nýjan tveggja ára samning sem aðstoðarþjálfari. Við þekkjum hann sem Donni og var hann upphaflega ráðinn í fyrra sem yfirþjálfari félagsins en í haust var Atli Jónasson ráðinn í þá stöðu og því getur Donni nú einbeitt sér að fullu að meistaraflokksþjálfuninni með Fúsa. 

Til hamingju strákar og áfram Leiknir! 

#StoltBreiðholts