Viktor Freyr framlengir
Viktor Freyr Sigurðsson, nýr aðalmarkvörður meistaraflokks, hefur skrifað undir nýjan samning hjá félaginu og gildir sá út árið 2024. Það fór örugglega ekki framhjá nokkrum manni í vor að Siggi lýsti fullum stuðningi við hann til að leysa af hlutverk Guy Smit sem var óneitanlega stór hluti af árangri síðustu tveggja tímabila.
Í fyrstu þremur leikjum tímabilsins hefur þessi 21 árs leikmaður blásið á allar efasemdarraddir með fyrirmyndarframmistöðum svo eftir hefur verið tekið. Hann var til að mynda eini Leiknismaðurinn í liði 3. umferðar hjá fotbolti.net og mbl.is. Hann hefur svo sannarlega þakkað traustið á erfiðri byrjun tímabilsins og nú þakkar félagið traustið til baka með því að festa hagi sína við drenginn næstu 2 tímabil í viðbót, hið minnsta.
Viktor Freyr kom upp yngstu flokkana í Kópavoginum hjá Breiðablik en hefur verið hjá okkur í Breiðholtinu síðan í 3. flokki og nú er hans tími kominn að standa vörð um rammann næstu árin eða áratuginn jafnvel. Byrjum á Víkingi Reykjavík á sunnudaginn kemur.
#StoltBreiðholts