Fara á efnissvæði
IS EN PL
Zean
Fréttir | 28.07.2022

Zean Dalügge á láni til Leiknis

Við í Leikni höfum fengið danska sóknarmanninn Zean Dalügge lánaðan frá vinafélagi okkar, úrvalsdeildarfélaginu Lyngby í Danmörku. Samningurinn gildir út tímabilið.

Zean er nítján ára gamall öflugur leikmaður sem lenti í erfiðum meiðslum en er kominn til baka og er lánaður til Íslands svo hann fái spiltíma.

„Við bindum vonir við að þessi sending frá vinum okkar í Kóngsins Lyngby reynist farsæl fyrir alla aðila og bjóðum þennan unga leikmann velkominn í Breiðholtið,“ segir Oscar Clausen, formaður Leiknis.

„Eftir langa fjarveru vegna meiðsla er mikilvægt fyrir Zean að fá spiltíma í fullorðinsbolta til að þróun hans haldi áfram og til þess 
gefst tækifæri á Íslandi. Við þekkjum Leikni vel og þetta er gamla félag Sævars svo við vonum að með dvöl sinni fyrir norðan geti hann fengið margar mínútur í lappirnar og snúið sterkari til baka,“ segir Nicas Kjeldsen, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby.

Leiknismennirnir Freyr Alexandersson og Sævar Atli Magnússon eru hjá Lyngby eins og nánast allir vita.