Fara á efnissvæði
IS EN PL

Jafnréttisstefna Leiknis

Íþróttafélagið Leiknir fordæmir allar birtingamyndir fordóma í hverri mynd sem þeir kunna að birtast. Hjá íþróttafélaginu Leikni eru allir jafnir burt séð frá kynhneygð, uppruna, litarhafti, kynferði, skoðunum, trú, fötlun, efnahag eða nokkru öðru sem birtist í litrófi mannlegs samfélags.

Hver sá sem vill æfa, keppa, fylgja og fagna Íþróttafélaginu Leikni er þess verðugur og allir jafnir í starfi félagsins.

Íþróttafélagið Leiknir fagnar fjölbreytileikanum og leggur áherslu á að vera miðstöð ólíkra hópa samfélagsins þar sem allir, óháð ofangreindu litrófi, geta komið saman og notið sín í leik og starfi án landamæra.

Leiknir leggur allt kapp á að vera fjölskyldufélag þar sem hverjum og einum er fagnað eins og hann er. Félag sem stendur með sínu fólki burt séð frá öllu því sem kann að aðskilja fólk. Félag sem sameinar ólíkt fólk í ástríðu sinni fyrir íþróttum, heilbrigði og öflugu félagsstarfi.

Hver sá sem verður uppvís að fordómum í garð annars félagsmanns í Íþróttafélaginu Leikni getur átt yfir höfði sér tímabundið bann frá störfum félagsins.

Verði félagsmaður okkar fyrir fordómum af hendi félagsmanna annars félags skal það tafarlaust tilkynnt til Knattspyrnusambands Íslands og þess félags sem gerandi er tengdur.

Félagsmenn í Leikni skulu ávallt standa vörð um jafnrétti, virðingu og mannréttindi í leik og starfi með félaginu.

16.janúar 2017
Aðalstjórn Íþróttafélagsins Leiknis