Aðalfundur Leiknis 17. maí
Aðalfundur Leiknis verður haldinn mánudaginn 17. maí kl.19.30 í félagsheimili Leiknis. Dagskrá aðalfundar félagsins er sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla formanns
- Skýrsla gjaldkera aðalstjórnar, kynning og umræður um endurskoðaða reikninga
- Lagabreytingar og önnur löglega framborin mál
- Kosning formanns aðalstjórnar
Kosning aðalstjórnar félagsins og varamanna í stjórn. - Kosning löggilts endurskoðanda félagsins og tveggja
- skoðunarmanna
- Önnur mál
Félögum er bent á að kynna sér lög félagins, en þau má finna hér https://www.leiknir.com/felagid/log-leiknis/. Stjórn leggur til að einni grein verði bætt við núgildandi lög félagsins og að hún hljóði svona:
Stofnun nýrra deilda
Aðalstjórn félagsins skal sjá um stofnun nýrra deilda innan félagsins. Skal aðastjórn leggja fram tillögu um stofnun nýrrar deildar fyrir aðalfund. Heimili aðalfundur stofnun nýrrar deildar með samþykki 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna, skal aðalstjórn sjá um að boða til stofnfundar deildarinnar, sem skal fara fram samkvæmt reglum um aðalfundi félagsins.
Framboðum til stjórnar og breytingatillögum vegna lagabreytinga skal skila til kjörnefndar á netfangið kjorstjornleiknir@gmail.com eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund.
Allir sem hafa áhuga á starfi félagsins og vilja hafa áhrif eru hvattir til að koma.
Kjörnefnd,
Guðjón Ingason
Helgi Óttarr Hafsteinsson
Karl Óttar Pétursson