Fara á efnissvæði
IS EN PL
Fréttir | 03.04.2023

Aðalfundur Leiknis 2023

Aðalfundur Íþróttafélagsins Leiknis 2023 verður í Leiknisheimilinu, Austurbergi 1, miðvikudaginn 12. apríl nk. kl. 18:00.

Dagskrá aðalfundar er skv. lögum félagsins, m.a. flytur formaður skýrslu um sl. starfsár, ársreikningur verður lagður fram til samþykktar, tillögur teknar til afgreiðslu og kosið verður í stjórn félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í starfi Leiknis.

Rétt til fundarsetu og kosningarétt hafa allir atkvæðisbærir félagsmenn samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laganna:

  • Allir iðkendur, skv. iðkendaskrá félagsins, sem náð hafa 18 ára aldri,
  • leikmenn meistaraflokka félagsins og
  • félagsmenn sem greiða árgjald til félagsins skv. ákvörðun stjórnar.

 

Félagsgjald er 2.500 kr. og hægt verður að greiða það á staðnum eða millifæra á 0537-26-16902, kt. 690476-0299. Einnig er hægt að senda tölvupóst á leiknir@leiknir.com með nafni og kennitölu viðkomandi merkt félagsgjald og verður send valfrjáls krafa í heimabanka viðkomandi.

Kosning til aðalstjórnar. Tveggja ára kjörtímabili formanns (Oscar Clausen) og tveggja annarra stjórnarmanna (Elvar Geir Magnússon og Sigíður Agnes Jónasdóttir) lýkur á aðalfundinum og fer fram kosning. Öll þrjú gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá eru kosnir allt að 3 í varastjórn.

Kjörgengi til stjórnarstarfa hafa allir félagsmenn sem náð hafa 18 ára aldri. Framboð til stjórnar eða annarra kjörinna embætta félagsins samkvæmt dagskrá aðalfundar skal skila til kjörnefndar eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund eða í síðasta lagi föstudaginn 7. apríl nk. Netfang kjörnefndar er kjorstjornleiknir@gmail.com.

Tillögur til lagabreytinga og stofnun nýrra deilda skulu tilkynntar með aðalfundarboði og skulu breytingatillögur lagðar fyrir kjörnefnd félagsins (kjorstjornleiknir@gmail.com) eigi skemur en fimm dögum fyrir aðalfund eða í síðasta lagi föstudaginn 7. apríl nk.

 

Aðalstjórn leggur til breytingu á 3. gr. laga Íþróttafélagsins Leiknis:

 

Ný 3. gr. Merki og litir.

Í merki félagsins er ritað heiti þess, Leiknir. Aðallitir félagsins eru blár og vínrauður.

Komi í stað núverandi 3. gr. Merki og búningur.

Merki félagsins er hringlaga með útskoti að neðan þar sem nafn félagsins er ritað. Innan hringsins er skrautritað L sem er með íslensku mynstri innanvert er myndar á táknrænan hátt Í sem stendur fyrir Íþróttafélagið. Við hlið L er bolti sem lítur út eins og gamall leðurbolti. Merkið er blátt og vínrautt.

Búningur félagsins skal vera blár og vínrauður.

 

Kjörnefnd 2023 (kjorstjornleiknir@gmail.com)

Davíð K. Jónsson

Guðný Sævinsdóttir

Kjartan Örn Þórðarson

-----

Úr lögum félagsins (https://www.leiknir.com/felagid/log-leiknis/)

Dagskrá aðalfundar

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla formanns
  • Skýrsla gjaldkera aðalstjórnar, kynning og umræður um endurskoðaða reikninga
  • Lagabreytingar og önnur löglega framborin mál
  • Kosning formanns aðalstjórnar
  • Kosning aðalstjórnar félagsins og varamanna í stjórn.
  • Kosning löggilts endurskoðanda félagsins og tveggja skoðunarmanna
  • Önnur mál

 

4.gr. Félagsmenn(eiga rétt setu á aðalfundi)

  • Félagsmenn í félaginu eru allir iðkendur sem standa skil á æfingagjöldum til félagsins sem og foreldrar þeirra, leikmenn sem spila með 2. flokki og meistaraflokkum félagsins, þjálfarar og aðrir starfsmenn félagsins. Ennfremur allir þeir sem greiða árgjald til félagsins og eiga ársmiða á heimaleiki meistaraflokka Leiknis.
  • Atkvæðisbærir á fundum félagsins skulu allir iðkendur, skv. iðkendaskrá félagsins, sem hafa náð 18 ára aldri, leikmenn meistarflokka félagsins og félagsmenn sem greiða árgjald til félagsins skv. ákvörðun stjórnar. Einnig sitjandi stjórn, formaður unglingaráðs og formaður meistaraflokksráðs.
  • Félagsgjald skal ákveðið á aðalfundi og innheimt af aðalstjórn.